Trésmiðir

Endurbætur á raðhúsi í Árbæ

Löggiltur byggingaverktaki

Endurbætur á raðhúsi í Árbæ

 

Trémiðir.is voru fengnir í allsherjar endurbætur á raðhúsi í Árbæ. Þar voru veggir rifnir og aðrir byggðir í staðinn.
Baðið var tekið í gegn. Þar var allt rifið út, lögnum breitt, hiti settur í gólf, hornbaðkari komið fyrir, nýjar flísar lagðar, ný innrétting og nýjum rafdrifnum þakglugga komið fyrir. Eldhúsið fékk sömu meðferð, þar var allt rifið út og nýrri sérsmíðaðri innréttingu komið fyrir.
Öllum rofum og tenglum var skipt út og rafmagn endurskipulagt að þörfum íbúanna. Nýtt parket var lagt á öll gólf íbúðarinnar, einnig á stigann.
Hiti var settur í gólf í forstofu, og hún svo flísalögð. Íbúðin var heilspörtluð að hluta, og öll máluð.
Nýju eigendurnir eru fluttir inn, og eru þeir mjög ánægðir með útkomuna.

Scroll to Top