Trésmiðir.is ehf

Löggiltur byggingaverktaki

Fyrirtækið

Trésmiðir.is var stofnað árið 2012 af Steini Jóhanni Randverssyni húsasmíðameistara. Fyrirtækið starfar eftir eigin löggiltu gæðakerfi byggingastjóra/iðnmeistara.

Við þjónustum margskonar verkefni á vegum húsfélaga og/eða einstaklinga, hvort sem um er að ræða að framkvæma verkin eða fá nauðsynlegan mannafla í tiltekin verk, s.s. rafvirkja, málara, pípara, aðra smiði o.fl.

Starfsmenn okkar hafa á undanförnum árum komið að ýmsum verkefnum þessu tengdu.

Þjónusta

VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR

Í VIÐHALDI FASTEIGNA

Þakviðgerðir, gluggaviðgerðir, parketlagnir, sólpallar, skjólveggir, innréttingar, nýsmíði, Nýtt þak, viðbyggingar, húsklæðningar, gluggaskipti, rennur, niðurföll og svo miklu, miklu meira.

IÐNAÐARMENN Á OKKAR SNÆRUM

  • Rafvirkjar
  • Píparar
  • Múrarar
  • Smiðir
  • Málarar

NÝBYGGINGAR OG VIÐBYGGINGAR

  • Steypumannvirki
  • Timburhús
  • Gróðurhús
  • Sólskálar

HÚSFÉLÖG

Húsfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki í fjölbýli og mikilvægt að þar sé vel haldið á málum svo að verðgildi eigna haldist. Oft er skynsamlegt að einn aðili haldi utan um alla þræði sem varða varðveislu, viðhald og endurbætur. Trésmiðir.is þjónusta margskonar verkefni á vegum húsfélaga.

SUMARHÚSAEIGENDUR

Hugsar þú nægilega vel um sumarhúsið þitt? Þarfnast það viðhalds á einn eða annan hátt? Er nokkur hætta á að það sé svo óþétt að mýsnar komist inn? Er þakið í góðu standi, veggir í lagi, þarf að viðarverja húsið eða pallinn, ertu að hugsa um að stækka eða byggja við sumarbústaðinn.

ÞAKSKIPTI

Tíðni á viðhaldi og viðgerðum á þökum er mismunandi eftir efnisvali, gæðum og aldri. Viðhald er algengast vegna öldrunar, m.a. endurmálun, endurnýjun á yfirborðsefnum, endurnýjun eða viðgerð á pappa og einnig er töluvert um að á eldri þökum sé nauðsynlegt að gera við þakviði og burðarkerfi t.d. fúa- og steypuskemmdir.

GLUGGASKIPTI

Gluggaskipti og glerísetningar eru mikil nákvæmnisvinna og kallar á réttu verkfærin. Val á réttu gleri skiptir miklu máli m.t.t. hljóðvistar og einangrunargildis, einnig þarf að athuga tréverkið vel, er falsið nægilega djúpt og eru póstar í lagi? Mörg hús taka stakkaskiptum við breytingarnar og er oft gaman að sjá virðuleg eldri hús eftir gluggaskipti.

Trésmiðir.is

Verkefni

Löggiltur byggingaverktaki

Scroll to Top